Fyrir hvað stöndum við?
Totus er heildsölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða aðgangstýringalausnum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og hagkvæmar lausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja einfalda aðgengi og auka öryggi í umhverfi sínu.
Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og trúum því að besta niðurstaðan náist í gegnum opið samtal og sameiginlega greiningu á þörfum og kröfum. Lausnir okkar eru sérsniðnar að hverjum viðskiptavini og byggja á reynslu, fagmennsku og þekkingu
Teymið
Að baki Totus standa þeir Jóhann Unnar Sigurðsson og Þór Þórsson sem báðir hafa breiða þekkingu og dýrmæta reynslu úr iðnaði og tæknigeiranum. Jóhann Unnar (og þá mynd) er rafvirkjameistari með yfir 25 ára reynslu. Þór ( mynd) er verkfræðingur með alþjóðlega reynslu úr tæknigeiranum. Totus starfar í nánu samstarfi við traust rafverktakafyrirtæki sem sér um alla uppsetningu og þjónustu fyrir okkar hönd. Þannig tryggjum við faglega framkvæmd, öryggi og áreiðanleika í öllum verkum sem við tökum að okkur. Teymið hjá Totus myndar traustan grunn byggðan á reynslu, sérfræðiþekkingu og samvinnu – sem tryggir viðskiptavinum okkar öruggar og sérsniðnar lausnir.
Jóhann Unnar Sigurðsson
Sala & Ráðgjöf
Við leggjum áherslu á að bjóða uppá hágæða vörur & þjónustu
Gæði, traust og áreiðanleiki í hverju einasta skrefi — því við vitum að smáatriðin skipta máli þegar kemur að upplifun sem stendur undir nafni.